arhinnadaudu-1300
mynd1-1300
happy-meal-ferlid1300
mynd2-1300
myndir3-1300
myndir4_1300
myndir5_1300

Ár hinna dauðu

Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á hauskúpum – rek ég þann áhuga til gókynja æxlis sem ég greindist með í kinnbeini í kringum 10 ára aldurinn. Síðar eignaðist ég útprent af skanni af eigin hauskúpu sem tekin var við eftirfylgni mörgum árum síðar.
Þetta skann komst ég yfir og lét þrívíddarprenta. Þessi hauskúpu-áhugi og löngun til að verða betra í að teikna varð til þess að ég útbjó mér árslangt teikniverkefni þar sem ég teiknaði eina hauskúpumynd á dag í heilt ár. Þá fyrstu teiknaði ég á degi hinna dauðu árið 2013 og þá síðustu á degi hinna dauðu 2014. Síðan þá hef ég unnið með þessar teikningar yfir í skúpltúra og aðra grafík og er enn að bæta í safnið. Hér má sjá öll verkin í þessu hauskúpuverkefni sem ég kalla ár hinna dauðu.