Bjarni Helgason

Ég er teiknari og grafískur hönnuður með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu úr tónlist, hreyfigrafík, kennslu, keramik, silkiþrykki, hugmyndavinnu, grafískri hönnun og myndskreytingum.

Í mörg ár rak ég silkiþrykksverkstæði þar sem hann teiknaði og handþrykkti stuttermaboli undir merkjum Bolabíts og vinnustofu undir merkjum Elsku Alaska þar sem hönnuð og framleidd voru falleg heims- og Íslandskort fyrir heimili landsins.

Ég hef meðal annars unnið sem grafískur hönnuður á auglýsingastofunni Hvíta húsinu og sem innanhússhönnuður fyrir tvö af stærstu fyrirtækjum landsins – Arion banka og Íslandsbanka þar sem ég starfa nú. Einnig var ég stundakennari við Listaháskóla Íslands frá 2004 til 2010. Ég hef starfað sjálfstætt bæði fyrir stóra og smá – hef t.d. unnið verkefni fyrir Viðskiptablaðið, Viðskiptaráð, Seðlabanka Íslands, Póstinn, Fjallaleiðsögumenn, Borgarleikhúsið, Akraneskaupstað og Víking brugghús ásamt því að teikna skopmyndir fyrir Stundina tvisvar í mánuði síðan í byrjun árs 2015.

Fylgdu mér á samfélagsmiðlum:      

Hafa samband