Skúlptúrar

Á flakki um YouTube fyrir nokkrum árum datt ég inn á Tested og sá þar myndband þar sem Frank Ippolito var að sýna handtökin við að taka mót og gera afsteypu af geislasverði. Þetta vakti áhuga minn og kveikti hugmynd að því að prufa að móta úr leir eitthvað af skissum mínum úr Ári hinna dauðu. Eftir nokkra rannsóknarvinnu komst ég að því að til eru mörg efni sem nýtist við gerð skúlptúra, til dæmis: Keramikleir Þarf sérstakan...