Framtíðarlandið

Árið 2006 var ég á kafi í umhverfisverndarmálum fyrir Framtíðarlandið. Ég lagði til þessa hugmynd að umbreyta þekktum landslagsmálverkum til þess að sýna fram á hvers mikils virði náttúran væri. Fljótlega eftir að þetta byrjaði að birtast fékk Framtíðarlandið hótun um aðgerðir frá lögfræðingi Myndstefs, þar sem verið væri að brjóta á sæmdarrétti höfundar. Þetta var viðkvæmt mál rétt fyrir kosningar og ekki vilji hjá Framtíðarlandinu að rugga bátnum of mikið. Úr varð að auglýsingarnar voru dregnar til baka en þetta sýndi ennþá betur hvað þessi mál eru skrýtin – það er í lagi að skemma náttúruna sjálfa en ekki leika sér stafrænt með eftirmyndir hennar.